Það hefur aldrei verið svona einfalt að fara í og úr stæði: · Opnaðu bílastæðaaðstoðina í bílnum og láttu hana finna laust stæði · Þröng stæði, bílastæðahús eða litlir bílskúrar eru ekki lengur vandamál · Stansaðu. Farðu út úr bílnum. Láttu kerfið sjá um að leggja í stæði fyrir þig.
YFIRLIT YFIR BÍLASTÆÐAAÐSTOÐINA: · Bíllinn fer í og úr stæði á nær alsjálfvirkan hátt · Leitað er sjálfkrafa að lausum stæðum við vegarkantinn · Aðferðin við að leggja fer eftir aðstæðum hverju sinni · Bílnum er fjarstýrt í og úr stæði með appi
SVONA VIRKAR ÞAÐ: Park Assist Pro-appið í farsímanum tengist við bílinn þinn með Bluetooth. Þegar komið er á leiðarenda setur þú bílastæðaaðstoðina í gang í bílnum og velur hvernig leggja á í stæði (t.d. samsíða). Aðstoðarkerfið leitar þá að lausum stæðum í réttri stærð meðfram vegarkantinum og sýnir þau á skjánum þegar þau finnast. Þegar drepið hefur verið á vélinni er hægt að flytja bílastæðisaðgerðina yfir í appið með upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og fara út úr bílnum að teknu tilliti til umferðarinnar í kring. Þá er hægt að setja aðgerðina til að leggja í stæði í gang í Remote Parking Assistant-appinu. Aðstoðarkerfið tekur yfir stjórn bílsins og leggur sjálfkrafa í valið stæði. Af öryggisástæðum verður að halda aksturshnappinum í appinu inni og ekki fara of langt frá bílnum. Þegar bílastæðisaðgerðinni lýkur læsist bíllinn sjálfkrafa og hefur honum þá verið lagt með öruggum hætti. Til þess að fjarstýra bílnum úr stæðinu skal opna appið nálægt bílnum og velja aðferð til að fara úr stæðinu. Park Assist Pro-kerfið í bílnum stýrir honum þá úr stæðinu með tilliti til umferðarinnar í kring. Um leið og völdu aðgerðinni er lokið er hægt að setjast undir stýri og taka við stjórninni.
Athugaðu að Volkswagen Park Assist Pro-appið er sem stendur eingöngu í boði með viðeigandi aukabúnaði (""Park Assist Pro - undirbúið til að fjarstýra bílnum í og úr stæði"").
Upplýsingar um notkun: https://consent.vwgroup.io/consent/v1/texts/RPA/de/is/termsofUse/latest/pdf
Upplýsingar um gagnavernd: https://consent.vwgroup.io/consent/v1/texts/RPA/de/is/DataPrivacy/latest/pdf
Uppfært
14. mar. 2025
Bílar og ökutæki
Gagnaöryggi
arrow_forward
Öryggi hefst með skilningi á því hvernig þróunaraðilar safna og deila gögnunum þínum. Persónuvernd gagna og öryggisráðstafanir geta verið breytilegar miðað við notkun, svæði og aldur notandans. Þetta eru upplýsingar frá þróunaraðilanum og viðkomandi kann að uppfæra þær með tímanum.
Þetta forrit kann að deila þessum gagnagerðum með þriðju aðilum.
Forritsupplýsingar og afköst og Tæki eða önnur auðkenni
We fixed a bug introduced with the previous version which led to connection interruptions. We also adjusted the QR code scanning for better recognition and to avoid timeouts.